Boðskapur Allsherjarhúss réttvísinnar til ráðstefnu álfuráðanna 28. desember 2010

 
 

$0.00

Description

Í þessari kröftugu stefnuræðu á ráðstefnu álfuráðgjafanna þann 28. desember 2010 birtir Allsherjarhús réttvísinnar bahá’í samfélaginu sýn þar sem markaðar eru útlínur nokkurra undirstöðuatriða og markmiða í væntanlegri fimm ára áætlun, og heldur áfram að beina athyggli okkar fram á við frá uppyggingarferlinu sem nú á sér stað að því sem er eftir að koma fram. Með ótvíræðum hætti er fjallað um stofnanirnar, þau sem þjóna í stjórnfarslegum ráðum, sem og einstaklinga – og gefin er skýr leiðsögn um nauðsynlegar umbreytingar sem verða að eiga sér stað til að ná markmiðum fimm ára áætlunarinnar framundan.

 

Allsherjarhús réttvísinnar talar beint til meðlima bahá’í samfélagsins og brýnir fyrir þeim að halda í heiðri háleitan mælikvarða, sem Vörðurinn lýsti sem „andlegum forsendum fyrir árangri í öllu bahá’í starfi.“ Gerð er ítarleg grein fyrir þeim þáttum sem Vörðurinn bendir á að „séu þýðingarmestir og skipti sköpum“. Alsherjarhús réttvísinnar leggur fast að samfélaginu að „verða fordæmi ráðvandrar hegðunar á öllum sviðum í lífi sínu – í viðskiptum, heimilislífi, í allri atvinnu, í allri þjónustu sem þeir veita málstaðnum og fólki sínu.“

Bahá’u’lláh gerir grein fyrir að nauðsynlegt sé að „ríkjandi skipulagi“ verði „vafið saman og nýtt breitt út í þess stað.“ Vörðurinn gefur okkur tryggingu fyrir að „þetta sé það uppbyggingarferli … sem feli í sér einu von hrjáðs samfélags“.

Boðskapur Allsherjarhúss réttvísinnar til ráðstefnu álfuráðanna 28. desember 2010

 

HearTheWritings.com er að aðstoða við að byggja upp bahá‘í lærdómsmenningu. Með því að nota nútíma tækni á borð við iPod, MP3 spilara, geislaspilara og tölvur, gefum við fleira fólki aðgang að hinum helgu og sögulegu ritum með fleiri aðferðum en nokkur sinni áður. Dýpkun þarf ekki lengur að eiga sér stað í einrúmi. Nú getum við sökkt okkur í hin helgu orð og dýpkað ást okkar á Bahá’u’lláh hvar sem við erum. Allt frá löngum ferðalögum, líkamsræktarstöðinni, göngutúr um hverfið – möguleikarnir eru endalausir. Þeir sem af ýmsum ástæðum eiga erfit með ritað mál hafa nú annan valkost til að fá sinn skerf af hinu helga orði. Ef þú kannt að meta það sem við erum að gera eða þekkir eitthvern sem gerir það, þá endilega heimsæktu heimasíðuna okkar www.hearthewritings.com, skráðu þig á póstlistann og segðu vinum þínum frá.

Takk fyrir að styðja bahá’í lærdóm.

Með bestu kveðjum
Jon Rezin

Framleiþandi: Jon Rezin fyrir HearTheWritings.com
Lesari: Karen B. Knútsdóttir

Stjórn: Eysteinn Guðni Guðnason
Frekari upplýsingar á vefnum: HearTheWritings.com

Upptaka og hljóðblöndun: Eysteinn Guðni Guðnason hjá Gagnvirkni
Tónlist: Jon Rezin

Umslag: Jon Rezin (byggt á hönnun eftir Andrew Johnson) C2010 HearTheWritings.com

Boðskapur Allsherjarhúss réttvísinnar til ráðstefnu álfuráðanna 28. desember 2010

SKU: IS.HTW001 Category: